
Sandvatn ehf
Þjónusta
Mannauðsverkefni
Sandvatn getur tekið að sér fjölbreytt mannauðsverkefni. Til dæmis aðkoma eða umsjón með ráðningum, mótun starfslýsinga, aðstoð við mannauðsmælingar, endurskoðun á starfsmannastefnum, undirbúningur og framkvæmd starfsmannasamtala, ráðgjöf til stjórnenda, uppbygging fræðsluáætlana og handbóka, mat á fræðsluþörf og fleira og fleira.
Sandvatn getur séð um undirbúning og ráðgjöf jafnlaunavottunar, komið að umsýslu jafnlaunakerfa og framkvæmt launakannanir.
Laun og bókhald
Sandvatn getur séð um launaútreikning og skil á launatengdum gjöldum til skattins, lífeyrissjóða og stéttarfélaga.
Sandvatn getur séð um bókhald og afstemmingar fyrir þitt fyrirtæki. Séð um skil á virðisaukaskatti, staðgreiðslu og tryggingagjaldi, allt eftir því hvað hentar þínum rekstri.
Stefnumótun, verkefnastjórnun og ráðgjöf
Sandvatn ehf getur haldið utan um skipulag og framkvæmd smærri verkefna frá upphafi til enda. Gert verk og tímaáætlun, fylgt verkefnum eftir og metið árangur þeirra.
Sandvatn getur komið að, stýrt eða tekið þátt í stefnumótun og gerð framtíðarsýnar, aðstoðað við gerð lykilmatsþátta (KPI´s) og ýmislegt tengt mælingum og mati á árangri. Þá getum við aðstoðað við gerð umbótaáætlana út frá niðurstöðum kannana.
Sandvatn sinnir einnig ráðgjöf á sviði mannauðsmála í sínum víðasta skilningi.